• hausinn
Fundarboð-Aðalfundur Dalbúa 2014
22 Oct 2014 21:53

AÐALFUNDUR GOLFKLÚBBS DALBÚAstrong>Stofu 12 í Rafiðnaðarskólanum Stórhöfða 27(gengið inn í húsið að neðanverðu – Grafarvogsmegin)  ... ]

Lindarmótið 2014-myndir
15 Sep 2014 08:33

Lokamót sumarsins Lindarmótið var haldið á laugardaginn. Hér eru myndir frá mótinu. Úrslit fylgja stuttu síðar. .AG_classic .ag_ [ ... ]

Fair

3°C

LAUGARVATN

Fair

Raki: 70%

Vindur: 19.31 km/h

 • 25 Oct 2014

  Hálfskýjað 3°C -2°C

 • 26 Oct 2014

  Sunny 1°C -4°C

Fundarboð-Aðalfundur Dalbúa 2014

AÐALFUNDUR GOLFKLÚBBS DALBÚA

Stofu 12 í Rafiðnaðarskólanum Stórhöfða 27(gengið inn í húsið að neðanverðu – Grafarvogsmegin) miðvikudaginn 29. október 2014 kl. 17:15

Dagskrá:

Samkvæmt 16. gr. laga félagsins:

fundur-stadsetning

Aðalfundur kýs fundarstjóra og ritara eftir tillögu stjórnar.

 1. Skýrsla stjórnar um störf og framkvæmdir á liðnu starfsári.
 2. Kynning á endurskoðuðum  ársreikningi félagsins. 
 3. Umræður um skýrslu stjórnar og ársreikning og hann borinn upp til samþykktar.
 4. Afgreiðsla tillagna til lagabreytinga.
 5. Tillögur sem borist hafa teknar til umræður og afgreiðslu.
 6. Ákveðið árgjald og önnur gjöld fyrir næsta starfsár.
 7. Kosning stjórnar og varamanna í stjórn, sbr. 10. gr.
  a. Kosning formanns
 8. b. Kosnir 3 aðalmenn til tveggja ára 
  c. Kosnir 2 varamenn til eins árs 
 9. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga og eins til vara.
 10. Lögð fram fjárhagsáætlun næsta starfsárs til samþykktar.
 11. Önnur mál.

Tillögur til lagabreytinga þurfa að berast stjórn félagsins. Komi fram tillögur að lagabreytingum verða þær kynntar á heimasíðu félagsins – www.dalbui.is

Breytingar verða á stjórn eins og gerist í öllum félögum.  Formaður hefur ákveðið að gefa áfram kost á sér til formennsku. Eins og ávallt hvetur stjórnin félagsmenn til að gefa kost á sér til stjórnar- og nefndarstarfa fyrir næsta starfsár.  Ef þið hafið áhuga eða vitið af áhuga á slíku vinsamlegast hafið samband við formann félagsins, Pál Þóri Ólafsson, með tölvupósti (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) eða símleiðis (856 2918) sem allra fyrst. 

Ný stjórn mun m.a. skipa í mótanefnd, vallarnefnd, aganefnd og forgjafanefnd að loknum aðalfundi. Mikið mæðir á þeim sem eru í ofantöldum nefndum í starfsemi félagsins, einkum mótanefnd og vallarnefnd, og væri vert að fleiri tækju þátt í því starfi en nú er. Fyrir klúbb eins og Dalbúa er mikilvægt að sem flestir félagar taki þátt í uppbyggingu starfsins, og gefi kost á sér í stjórn eða nefndir.  Reynslan sýnir að því betur sem nefndir eru mannaðar því minni tíma tekur að sinna þeim verkefnum sem nauðsynlegt er að vinna.   

Hér með er skorað á félagsmenn að mæta á aðalfund félagsins, fylgjast með hvernig hefur gengið og taka þátt í uppbyggingu golfklúbbsins, m.a. með því að gefa kost á sér í nefndar- eða stjórnarstörf, því margar hendur vinna létt verk. Eins og fyrr segir verður ekki skipað í nefndir á aðalfundi – það er verkefni stjórnar eftir fundinn – en þar gefst gott tækifæri til að ræða málin og efla félagsandann.

Vert er að vekja athygli á því að á fundinum verður veitt í sérstök viðurkenning fyrir framfarir á árinu, Framfarabikar Golfklúbbsins Dalbúa 2014, líkt og gert hefur verið síðustu ár.

Að lokum vil ég fyrir hönd stjórnar þakka félagsmönnum frábært samstarf á liðnum árum og ítreka að í sameiningu munum við halda áfram að gera góðan klúbb enn betri í framtíðinni.

f.h. stjórnar Golfklúbbs Dalbúa

Páll Þ. Ólafsson
formaður.

 
 

veggsport249

Póstlistinn

Vertu viss um að fá nýjustu fréttir af mótum og annarri starfsemi klúbbsins. Skráðu þig á póstlistann!

getraunir copy

fontana-heilsulind

golfreglur

betraskor