• Fontana

  EINSTAKT TILBOÐ!

  Einstaklingskort á 10.000 kr.

  Fjölskyldukort á 30.000 kr. (gildir fyrir 2 fullorðna og 4 börn)

  Aðeins fyrir Dalbúa - kynnið ykkur málið neðar á síðunni
  eða sendi tölvupóst á dalbui@dalbui.is með nafni, kt. og síma

Golfsumarið framundan
16 Apr 2014 12:51

Kæru félagar í Dalbúa! Nú fer að styttast í golfsumarið og starfsemi klúbbsins að fara í gang. Völlurinn virðist koma vel undan vetri og [ ... ]

20% afsláttur í golfherminn Veggsporti
22 Feb 2014 16:31

20% afsláttur fyrir meðlimi Golfklúbbs Dalbúa í golfherminn í Veggsport. 
aðstaða til að spila golf. Þú getur valið [ ... ]

Light Rain

3°C

LAUGARVATN

Light Rain

Raki: 87%

Vindur: 32.19 km/h

 • 17 Apr 2014

  Rain 4°C 2°C

 • 18 Apr 2014

  Rain/Snow Showers/Wind 3°C 1°C

Golfsumarið framundan

Kæru félagar í Dalbúa!

Nú fer að styttast í golfsumarið og starfsemi klúbbsins að fara í gang. Völlurinn virðist koma vel undan vetri og því erum við bjartsýn á að þetta verði gott sumar. Borið var hressilega á brautir í vetur og vonum við að það skili góðum árangri í sumar. 

Aðalfundur klúbbsins var haldinn 28. nóvember sl. og mun ný stjórn halda áfram að vinna að því að efla félagið, starfsemina í Miðdal og uppbyggingu á vellinum. Mótahald verður með svipuðum hætti og á síðasta sumri, en þó með einhverjum breytingum. 

Mótaskrá sumarsins verður birt strax eftir páska inn á golf.is og á heimasíðu klúbbsins www.dalbui.is. Við hvetjum alla félagsmenn til þess að kynna sér mótaskránna og taka þátt ef kostur.

Félagsgjöld 2014
Nú er komið að innheimtu félagsgjalda fyrir árið 2014. Á aðalfundi Dalbúa var samþykkt að félagsgjöld ársins 2014 verði óbreytt frá síðasta ári. 
Félagsgjöld Dalbúa eru því sem hér segir:

- Almennt árgjald 30.000 kr.
- Aukaaðild 25.500 kr. (GSÍ gjald greitt af aðalklúbbi viðkomanda)
- Árgjald fyrir unglinga undir 18 ára aldri 10.000 kr. (miðað við fæðingarár)
- Árgjald félaga 67 ára og eldri 24.000 kr.(miðað við fæðingarár) 
- Unglingar undir 14 ára aldri 5.000 kr. (miðað við fæðingarár)

Þeir sem hafa annan golfklúbb að aðalklúbbi og hafa þar með greitt GSÍ gjald nú þegar hafi samband við gjaldkera varðandi niðurfellingu þess gjalds eða dragi það frá og greiði sem því nemur.

Nú er næsta golfsumar að bresta á og við hvetjum Dalbúa til að greiða félagsgjöldin sem fyrst. Hægt er að greiða með útsendum greiðsluseðlum sem sendir verða út um páska, eða í heimabanka.

Ef félagar hafa spurningar varðandi greiðslur, þá vinsamlegast hafið samband við gjaldkera Ómar Þórðarson (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. )  GSM: 6602850   eða Pál Ólafsson formann 8562918 This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

FONTANA4

NÝTT!
Laugarvatn Fontana hefur verið styrktaraðili klúbbsins um nokkurn tíma og höfum við náð einstaklega góðum samningum við heilsulindina um að bjóða árskort fyrir einstaklinga og fjölskyldukort með afar góðum afslættti. Við hvetjum alla félagsmenn til þess að kaupa þessi kort því stór hluti af innkomu þeirra mun renna til uppbyggingar á vellinum okkar í Miðdal.

Það er því afar mikilvægt að félagsmenn taki vel undir þetta til að tryggja uppbyggingu vallarins. Verðin fyrir einstaklingskort og fjölskyldukort eru sem hér segir:

Einstaklingskort 10.000 kr.
Fjölskyldukort 30.000 kr. (gildir fyrir 2 fullorðna og 4 börn)
Kortin gilda í ár frá útgáfudagsetningu.

Þeir sem hafa áhuga á að styrkja klúbbinn og kaupa kort vinsamlegast sendið nafn, heimilisfang, kennitölu og síma eða netfang á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  eða hringið í síma 8562918. Einnig verður hægt að skrá sig í golfskála þegar hann opnar í vor. Athugið að kortið tekur gildi við fyrstu heimsókn í Laugarvatn Fontana. Kortin eru einungis til sölu á þessum kjörum hjá klúbbnum.

Hvað fylgir því að vera félagsmaður í Golfklúbbi Dalbúa?

 • Að vera félagsmaður í skemmtilegum golfklúbbi og taka þátt í að byggja upp góðan og skemmtilegan golfvöll.
 • Að hafa möguleika til að spila lengur yfir sumarið, þ.e. byrja fyrr á vorin og spila eftir að velli hefur verið lokað fyrir almenning að hausti.
 • Að taka þátt í mótum klúbbsins og geta tekið þátt í mótum annars staðar sem félagsmaður.
 • Að njóta þjónustu klúbbsins s.s. í golfkennslu og fræðslu sem boðið verður upp á. 
 • Að fá forgjöf og þjónustu í gegnum golf.is – handbók, tímaritið Golf o.fl. 
 • Félagsmenn fá 50% afslátt af vallargjöldum hjá Golfklúbbi Selfoss, Golklúbbi Hveragerðis, Golfklúbbnum í Úthlíð, Golfklúbbnum í Vík og Golfklúbbi Kiðjabergs GKB, í samræmi við samninga við þessa vinaklúbba, og reikna má með tilboðum á fleiri völlum sem auglýst verða á heimasíðu okkar.

Við viljum sem fyrr vekja athygli ykkar á heimasíðu okkar sem er á www.dalbui.is og www.golf.is/gd og en þar verður að finna upplýsingar um starfsemi klúbbsins, tilkynningar um mótahald o.fl. 

Símanúmer og veffang rekstraraðila í golfskála eru: 
Guðmundur s. 893 0200
Ragnhildur (Ransý) s. 893 0210, 
en póstfang þeirra er: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Einnig er rétt að benda á að www.golf.is er m.a. gagnagrunnur þar sem haldið er utan um forgjöf allra golfara. Við hvetjum alla til að halda vel utan um forgjöfina sína, færa inn leikna golfhringi í samræmi við gildandi reglur og uppfæra þannig forgjöfina reglulega. Þeim sem eru án forgjafar er bent á að senda umsókn um grunnforgjöf til formanns forgjafanefndar, Eiríks Þorlákssonar  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  sem sér um að skrá forgjöfina. Hann getur einnig gefið ykkur betri upplýsingar ef þið eruð ekki klár á hvernig þetta virkar.  

Mjög mikilvægt er fyrir okkur að hafa netföng hjá sem flestum klúbbfélögum til að auðvelda upplýsingaflæði til félagsmanna. Þeir sem hafa ekki fengið tölvupóst frá klúbbnum eru því vinsamlegast beðnir að senda tölvupóst til undirritaðs, Páls Þóris Ólafssonar, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , með upplýsingum um netfang sitt eða að skrá sig á póstlista Dalbúa á www.dalbui.is. Með von um ánægjulegar samverustundir á golfvellinum okkar í sumar!

Páskakveðjur frá stjórn Golfklúbbs Dalbúa!

Páll Ólafsson, formaður. This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

veggsport249

Póstlistinn

Vertu viss um að fá nýjustu fréttir af mótum og annarri starfsemi klúbbsins. Skráðu þig á póstlistann!

getraunir copy

fontana-heilsulind

golf-is

kanntureglurnar