Fréttir

Opna Víkingsmótið 2017

Opna Víkingsmótið hefur undanfarin ár verið eitt skemmtilegasta mót ársins hjá Dalbúa og stefnt er að því að svo verði einnig í ár. Glæsilegir vinningar mótsins eru í boði, eins verður dregið úr skorkortum fjöldi aukavinninga.

Á mótinu er leikin punktakeppni með fullri forgjöf (36 karla og kvenna).

Félagsmenn og gestir eru hvattir til að skrá sig tímanlega í mótið á www.golf.is eða í golfskálanum í Miðdal, en mögulega verður að takmarka skráningu við upphaf mótsins. Keppendur eru beðnir að skrá sig á rástíma, til að raða niður í keppnishópa (rástíminn gildir þó ekki).

Mótið fer fram á velli Dalbúa í Miðdal laugardaginn 24. júní og hefst kl. 10:00. Keppendur skulu vera mættir kl. 9:15, en ræst verður út af öllum teigum samtímis kl. 10:00.
- Frekari upplýsingar og fréttir af mótinu verður að finna á www.dalbui.is þegar nær dregur.

20 ára og yngri geta ekki tekið við áfengisverðlaunum nema í fylgd með forráðamanni.

Verðlaun:

Veittur er farandbikar fyrir 1. sæti í punktakeppni þeim sem er með flesta punkta.

Einnig verða veittir verðlaunpeningar fyrir fyrstu fjögur sætin (flesta punkta óháð kyni).

Einnig verða veitt fjölmörg (fljótandi) verðlaun frá Víking fyrir árangur í mótinu (lengsta upphafshögg karla og kvenna, upphafshögg næst holu á par 3 brautum) og loks verða aukaverðlaun dregin úr skorkortum.

 

SKRÁNING HAFIN Á www.golf.is

Last modified onSunday, 18 June 2017 22:17

Fróðleikur

 • Hvaða gráður/halli er á kylfunum?

  Eftirfarandi eru hefðbundar gráður á járnasetti.

  Járn nr. Gráður   Járn nr. Gráður  
  4 25    9  41  
  5 28   PW 45  
  6 31   GW 50  
  7 34   SW 55  
  8 37   LW 60  

  Hvað langt á ég að slá með hverri kylfu?

  Þetta fer að sjálfsögðu eftir kylfingnum - þetta eru því viðmiðunartölur.

  Járn nr. Lengd   Járn nr. Lengd  
  4 170m    9  120  
  5 160m   PW 105  
  6 150m   GW 90  
  7 140m   SW 70  
  8 130m   LW 40  

   

  Written on Monday, 19 June 2017 15:33 in Uncategorised Read 699 times

Helstu styrktaraðilar Dalbúa

grafia logorafidnadarsambandisvm logofontana

Joomla! Debug Console

Session

Profile Information

Memory Usage

Database Queries